Ýma Tröllastelpa

Ýma tröllastelpa er verkefni sem Prentmet gefur út í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti. Ýma er einskonar tákngervingur fyrir markmið og tilgang þeirra sem berjast gegn einelti. Hún fer aðeins fram á að fá að vera hún sjálf, sama hvað aðrir segja um hana. Það getur hver sem er orðið fyrir einelti og því er mikilvægt að stuðla að umhverfi sem kemur í veg fyrir slíkt. Bókin um Ýmu tröllastelpu er gefin öllum krökkum sem eru að hefja nám í grunnskóla.